EIGNABORG kynnir:
Bjart og rúmgott atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð á 1. hæð. Eignin skiptist í forstofu, rúmgóða sali sem snúa í suður og skrifstofurými til norðurs. Eldhús, ræstikompa og snyrtingar. Léttir milliveggir og auðvelt að breyta skipulagi innanhúss. Lofthæð rúmlega 3 metrar. Breið og rúmgóð stétt fyrir framan húsið. Bílastæði norðan við hús.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.