EIGNABORG kynnir:
Tvær stíur í góðu húsi á einum besta stað í Víðidalnum. Um er að ræða 1/3 í miðeiningu hússins. Eitt fastanúmer er fyrir allt húsið.
Upplýsingar gefur
Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og
[email protected]Lýsing:Húsið er staðsett neðst við C-Tröð. Stíurnar eru staðsettar í vel skipulögðu og snyrtilegu rými. Rúmgóð hlaða með góðu aðgengi og er hlaðan einnig nýtt sem hnakkageymsla. Kaffistofa fyrir miðbilið er með sérinngangi.
Gerðin snúa í suður og er skemmtilegt útsýni frá húsinu að reiðstígum hverfisins. Samkomulag er á milli eigenda hvernig skipting húsnæðisins er, en engin eignaskiptayfirlýsing hefur verið gerð fyrir húsið. Þrjú gerði eru við húsið og er samkomulag milli eigenda um notkun þeirra. Breið stétt er við gerðið sem er nýlega endurnýjað.
Nánari upplýsingar gefur
Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og
[email protected]
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.