EIGNABORG kynnir:
Vandað og gott hesthús í vesturenda hússins að C-Tröð 10, stærð 42 fm. Tvær tveggja hesta stíur. Eik í innréttingum og steyptir frontar við fóðurgang. Steypt gólf í stíum með niðurfalli. Góð lofthæð í hesthúsi. Snyrtileg kaffistofa, snyrting og hnakkageymsla. Stór og góð hlaða. Hitaveita í húsinu. Sérgerði.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.