EIGNABORG kynnir:
Eignin er seld - með fyrirvaraStór og björt tveggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í smekklegu lyftuhúsi á vinsælum stað í Sjálandi Garðabæ. Rúmgóðar stofur og svefnherbergi. Vandaðar og vel með farnar innréttingar.
Upplýsingar veitir Óskar Bergsson Löggiltur fasteignasali 8932499,
[email protected] og Hjálmar Óskarsson, nemi til löggildingar fasteignasala í síma 8662945,
[email protected] Lýsing:Forstofa með fataskáp og er samtengd rúmgóðri stofu, gengið er þaðan út á svalir sem vísa í norðvestur. Eldhúsið er rúmgott með miklu skápa plássi, ljós eikar innrétting. Mikið útsýni er til austurs úr borðstofu. Svefnherbergi er rúmgott ásamt fataherbergi, gengið er í gegnum fataherbergi inn á baðherbergi. Baðherbergið er flísalagt með innréttingu, handklæða ofni og nudd sturtuklefa. Þvottahús er með flísalagt gólf, vask og tengingum fyrir þvottavél og þurrkara. Gólfefni eru eikarparket og flísar eru á baðherbergjum og í þvottahúsi. Búið er að tengja fyrir rafmagni í bílastæði í kjallara.
Eigninni fylgir merk bílastæði í kjallara. Húsið er frá 2006 og er byggt af BYGG (Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars). Birt stærð íbúðar er 116 fm þar af er geymsla í kjallara 8,3 fm.
Húsið er fyrir 50 ára og eldri.Fallegar gönguleiðir liggja meðfram sjónum og stutt er t.d. í Hrafnistu og Ísafold.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Samkvæmt lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaborg fasteignasala vill benda mögulegum kaupendum á að skoða vel ástand fasteigna sé áhugi á tilboðsgerð. Hægt er að óska eftir sérfæði aðstoð við ástandsskoðun sé þess þörf.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Bergsson Löggiltur fasteignasali 8932499,
[email protected] og Hjálmar Óskarsson, nemi til löggildingar fasteignasala í síma 8662945,
[email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið í samræmi við 11. gr laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti fasteignar eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og húsfélags. Seljanda ber að veita upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar þegar hann framkvæmir verðmat á eigninni. Þeir hlutir sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki við almenna skoðun getur fasteignasali ekki borið ábyrgð á. Það á einnig við staðhæfingar seljanda eignar um ástand, viðhald og einstaka framkvæmdir.
Kostnaður kaupanda:· Stimpilgjald af kaupsamningi er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
· Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
· Lántökugjald lánastofnunar. Skv verðskrá viðkomandi fjármálastofnunar
· Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2,700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.