EIGNABORG kynnir:
EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNAFERLISmekkleg, mikið breytt og endurnýjuð þriggja herbergja íbúð á 1. hæð með sér aðgengi út í sólríkan og skjólgóðan garð á frábærum stað í Þingholtunum. Íbúðin er fallega endurnýjuð og innréttuð þannig að plássið nýtist einstaklega vel.
Upplýsingar gefur
Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og
[email protected]Lýsing:Íbúðinni var breytt og hún mikið endurnýjuð 2014.
Sameiginlegur snyrtilegur inngangur.
Eldhús, hálf opið við borðstofu, stofa í framhaldinu og þaðan er síðan gengið út í garð.
Gegnheilt fjalar gólf er á allri íbúðinni fyrir utan baðherbergið en þar hefur verið endurnýjað og flísalagt með upphengdu klósetti, góðum sturtuklefa og hvítri innréttingu. Tengi er fyrir þvottavél á baði.
Eldhúsið er með massífri eikar borðplötu og hvítum hillum á veggjum. Svefnherbergið er rúmgott og svo er annað lítið herbergi.
Geymsla eða vinnustofa er í steyptu góðu húsi á baklóð hússins. Þar er full lofthæð, góðar göngudyr, gluggar, rafmagn og hiti.
Garðurinn er skjólríkur, sameiginlegur og nýtist þessari íbúð einstaklega vel.
Húsið stendur á eignarlóð.
Nánari upplýsingar gefur
Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og
[email protected]
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.